Já. Þú breytir bankaupplýsingum á mínum síðum undir stillingar.
Einnig er hægt að hafa samband í gegnum fyrirspurnir á mínum síðum, með tölvupósti á netfangið husbot@ils.is eða í síma 569-6900.
Athugaðu að einungis er hægt að leggja inná bankareikning í eigu umsækjanda.
Ef ekki er skerðing vegna leigufjárhæðar þá er ekki tilefni til að endurskoða útreikning þó leigufjárhæð hafi verið röng á lokauppgjöri í ljósi þess að það hefur ekki áhrif á útreikning.
Húsnæðisbætur geta aldrei verið hærri en sem nemur 75% af þeirri leigufjárhæð sem er greidd fyrir leiguafnot af húsnæði. Aðrar greiðslur sem leigjanda ber að greiða samkvæmt samningi eða lögum, svo sem fyrir hita, vatn, rafmagn, hússjóð, viðhald o.fl., teljast ekki til leigufjárhæðar.
Ef skerðing er á húsnæðisbótum vegna leigufjárhæðar og sú leigufjárhæð er ekki rétt í lokauppgjöri en hefur áhrif á útreikning húsnæðisbóta þarf að skila inn gögnum sem sýna fram á hver greidd húsaleiga var á umræddu tímabili.
Útreikningurinn byggir á öllum skattskyldum tekjum heimilismanna 18 ára og eldri. Skattskyldar tekjur eru meðal annars atvinnutekjur, elli – og örorkulífeyrisgreiðslur, greiðslur séreignalífeyrissparnaðar, fjármagnstekjur, erlendar tekjur og ýmsir styrkir.
Upplýsingar um tekjur eru fengnar úr staðgreiðsluskrá og skattframtali fyrir árið 2017. Teljir þú að upplýsingar í lokauppgjöri séu rangar þarft þú að senda inn staðfest gögn frá ríkisskattstjóra sem sýna fram á aðrar heildartekjur fyrir árið 2017.
Umsókn nr. – númer umsóknar
Heimilisfang – heimilisfang leiguhúsnæðis
Fjöldi heimilismanna – fjöldi einstaklinga sem voru skráðir í umsókn með lögheimili/búsetu í leiguhúsnæðinu í umræddum mánuði
Grunnfjárhæð – grunnbótafjárhæð m.v. fjölda heimilismanna
Meðaltekjur – meðaltekjur allra heimilismanna 18 ára og eldri skv. upplýsingum frá RSK á umsóknartímabili
Eignir notaðar í útreikningi – eignir allra heimilismanna 18 ára og eldri skv. skattframtali fyrir tekjuárið 2017
Leigufjárhæð notuð í útreikningi – leigufjárhæð sem útreikningur húsnæðisbóta miðast við
Skerðing v/ tekna – skerðing húsnæðisbóta miðað við meðaltekjur á umsóknartímabili
Skerðing vegna húsnæðiskostnaðar – skerðing vegna leigufjárhæðar
Dagafjöldi – dagafjöldi sem er greitt vegna fyrir mánuðinn (miðað er við 30 daga fyrir heilan mánuð)
Bótafjárhæð skv. lokauppgjöri – réttindafjárhæð skv. forsendum í lokauppgjöri
Áður greitt – áður greiddar húsnæðisbætur
Mismunur – mismunur á bótafjárhæð skv. lokauppgjöri og áður greitt
Þá þarf að senda inn upplýsingar um réttan leigutíma ásamt gögnum sem styðja upplýsingarnar.
Húsnæðisbætur eru ekki greiddar lengra aftur í tímann en frá þeim mánuði sem umsókn barst í. Ekki er hægt að fá greiddar húsnæðisbætur nema fyrir þann tíma sem húsaleigusamningur segir til um.
Hafi leigufjárhæð ekki áhrif á útreikning húsnæðisbóta en hefur áhrif á sérstakan húsnæðisstuðning skal ræða við sveitarfélagið og leita lausna þar.
Fjöldi heimilismanna | Neðri tekjumörk á ári | Efri tekjumörk á ári | Neðri tekjumörk á mánuði | Efri tekjumörk á mán | Hámarksbætur á ári | Hámarksbætur á mánuði |
1 | 3.737.000 | 7.506.276 | 281.083 | 625.523 | 372.000 | 31.000 |
| 2 | 4.461.064 | 9.927.672 | 371.755 | 827.306 | 492.000 | 41.000 |
3 | 5.222.710 | 11.838.648 | 435.226 | 986.554 | 576.000 | 48.000 |
4+ | 5.657.936 | 12.591.204 | 471.495 | 1.049.267 | 624.000 | 52.000 |
Samtals skattskyldar tekjur allra heimilismanna 18 ára og eldri
Eignamörk :
Við útreikning húsnæðisbóta skal miðað við nánar skilgreind tekjumörk út frá fjölda heimilismanna. Með tekjum er átt við allar skattskyldar tekjur.
Frítekjumörk húsnæðisbóta
Fjöldi heimilismanna | Neðri tekjumörk á ári | Efri tekjumörk á ári | Neðri tekjumörk á mánuði | Efri tekjumörk á mánuði |
1 | 3.855.000 kr. | 8.212.944 kr. | 323.750 kr. | 684.412 kr. |
2 | 5.138.226 kr. | 10.862.304 kr. | 428.186 kr. | 905.192 kr. |
3 | 6.015.484 kr. | 12.716.892 kr. | 501.290 kr. | 1.059.741 kr. |
4 eða fleiri | 6.516.774 kr. | 13.776.546 kr. | 543.065 kr. | 1.148.047 kr. |
Umsækjendur um húsnæðisbætur þurfa ekki að endurnýja umsókn sína um áramótin þegar afgreiðsla húsnæðisbóta færist frá Vinnumálastofnun til Íbúðalánasjóðs, ef gild umsókn er fyrir hendi og leigutímabili er ekki lokið samkvæmt umsókn.
Ef umsækjandi um húsnæðisbætur stefnir á að leigja áfram í leiguhúsnæðinu en leigusamningurinn er tímabundinn og rennur út um áramótin verður að endurnýja leigusamninginn og þinglýsa honum að nýju til að eiga áfram rétt á húsnæðisbótum.
Umsækjendur sem skipta um leiguhúsnæði um áramótin verða hins vegar að sækja um húsnæðisbætur aftur.
Já, ef nýr heimilismaður flytur inn eða barn fæðist þarf umsækjandinn að bæta heimilismanninum á umsóknina sem fyrst til að eiga rétt á húsnæðisbótum miðað við þann fjölda heimilismanna.
Ef umsækjandi er hættur að leigja en skuldar húsnæðisbætur er hægt að semja um skuldina með því að senda tölvupóst á netfangið greidsla@ils.is
Hægt er að sækja um niðurfelingu á skuld með því að fyllta út neðangreint eyðurblað og senda í tölvupósti á netfangið greidsla@ils.is
Fjármagnstekjuskattur er skattur sem lagður er á eignatekjur einstaklinga utan atvinnurekstrar, þ.e. vaxtatekjur, arð, söluhagnað og leigutekjur. Ef einstaklingur hefur með höndum atvinnurekstur greiðir hann ekki sérstakan fjármagnstekjuskatt vegna fjármagnstekna sem tilheyra atvinnurekstrinum, heldur eru þær skattlagðar eftir sömu reglum og gilda um aðrar tekjur í rekstrinum.
Við útreikning á húsnæðisbótum skal miða við tekjur sem koma til á sama tímabili innan hvers almanaksárs og greiðslur húsnæðisbóta standa yfir. Þegar réttur til húsnæðisbóta miðast við hluta úr almanaksári er tekið mið af þeim tekjum sem koma til á leigutímabilinu.
Áréttað er að fjármagnstekjur geta þó haft áhrif á útreikning húsnæðisbóta.
Þeir sem greiða vaxtagjöld af lánum vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota geta átt rétt á vaxtabótum og sama á við um þá sem keypt hafa búseturétt eða eignarhlut í kaupleiguíbúð. Rétturinn stofnast á því ári þegar íbúð eða eignarhluti er keyptur eða bygging er hafin. Vaxtabætur ákvarðast samkvæmt upplýsingum á skattframtali og til að fá vaxtabætur þarf að gera sundurliðaða grein fyrir lánum og vaxtagjöldum.
Hægt er að segja upp húsnæðisbótum með því að skrá sig inn á mínar síður og tilgreina dagsetningu uppsagnar. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið husbot@ils.is með upplýsingum um leigutaka og frá og með hvaða tíma húsnæðisbótum er sagt upp.
Já. Umsækjandi með gilda umsókn um húsnæðisbætur þarf að sækja um aftur ef hann flytur í nýtt húsnæði.
Heimilismenn sem flytja í nýtt húsnæði þurfa jafnframt að tilkynna um breytingar til Íbúðalánasjóðs þegar þeir flytja og tilgreina hvaða dagsetningu þeir fluttu. Ef nýr heimilismaður flytur inn þarf einnig að tilkynna það. Tilkynning um þessar breytingar er hægt að gera í gegnum Mínar síður eða senda okkur tölvupóst á husbot@ils.is.
- Þeir sem taka á leigu íbúðarhúsnæði sem er í eigu ríkisins eða sveitarfélaga.
Skrá skal allar tekjur fyrir skatt.
Allar skattskyldar tekjur, 18 ára og eldri, teljast til tekna. Þar á meðal elli- og örorkulífeyrisgreiðslur.
Sá sem er aðili að leigusamningi að íbúðarhúsnæði getur sótt um húsnæðisbætur. Aðrir íbúar teljast heimilismenn í umsókn. Séu fleiri en einn heimilismaður aðilar að leigusamningi um íbúðarhúsnæðið er gert ráð fyrir að heimilismenn komi sér saman um hver þeirra skuli vera umsækjandi um húsnæðisbætur.
Sótt er um húsnæðisbætur rafrænt á heimasíðunni okkar með innskráningu á „mínum síðum“. Umsækjandi verður að vera orðinn 18 ára og vera aðili að húsaleigusamningi. Umsækjandi og aðrir heimilismenn sem eru 18 ára og eldri þurfa að gefa samþykki sitt til upplýsingaöflunar frá öðrum stofnunum eins og Ríkisskattstjóra, sveitarfélögum og Þjóðskrá Íslands. Ef þörf er á frekari upplýsingum eða gögnum mun Íbúðalánasjóður óska eftir þeim. Ef nauðsynlegar upplýsingar og gögn hafa ekki borist frá umsækjanda innan 45 daga frá þeim degi er umsóknin barst er heimilt að synja umsókn.
Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á pappír hér.
| Fjöldi heimilismanna | Grunnfjárhæð húsnæðisbóta á ári |
|---|---|
| 1 | 389.520 kr. |
| 2 | 515.172 kr. |
| 3 | 603.132 kr. |
| 4 eða fleiri | 653.388 kr. |
| Fjöldi heimilismanna | Frítekjumörk miðað við árstekjur |
|---|---|
| 1 | 3.885.000 kr. |
| 2 | 5.138.226 kr. |
| 3 | 6.015.484 kr. |
| 4 eða fleiri | 6.516.774 kr. |
Þessi síða notar vafrakökur
Lesa meira